26. desember 2007

Jóladagur


Drifum strákana á fætur og í messu í hádeginu. Hátíðleg messa, kirkjan sem íslenski söfnuðurinn messar í er virkilega falleg. Það var skírn í messunni. Kannski er ég forpokaður gamall kall en það fer í taugarnar á mér þegar krakkar eru hlaupandi og gólandi í messunni, sérstaklega við atburði eins og skírn.

Fórum í kaffi til Helga og Birnu eftir messu. Ekki vantaði fjörið þar, sáu strákarnir Búi og Helgi um það! Alltaf stuð að heimsækja þá bræður. Birna bakaði rjómatertu og var ýmislegt annað góðgæti á boðstólunum þannig að ekki var jafnvægi á hreyfingu og kalóríuneyslunni þann daginn!

Fengum okkur Hangikjöt í kvöldmat, ótrúlega einfaldur og góður matur. Loks horfðum við á Davinci lykilinn, kannski maður fari að leita að fjölskyldu Jesú!

Aðfangadagur

Hlustum á íslenska útvarpið, rás 1 eða 2 í gegnum gervihnattadisk sem notaður er til að taka á móti sjónvarpsútsendingunni, aðallega. Dagurinn fór í að undirbúa kvöldið, eins og vanalega. Byrjaði snemma á að búa til soð sem ég sauð Hamborgarhrygginn í, og notaði síðan soðið í sósuna. Maturinn lukkaðist vel, vorum með humar/rækjurétt í forrétt, fundum ekki rétta humarinn en notuðum stórar rækjur í staðinn. Heppnaðist vel, gaman að því að flambera rækjurnar! Hamborgarhryggurinn lukkaðist einnig vel, ekki voru allir á því að hann bragðaðist eins vel og sá íslenski, kannski fytjum við inn hrygg fyrir næstu jól til svínalandsins Danmerkur. Kári sá um eftirréttinn, að sjálfsögðu, Frost og funi. Erum að læra á matvöruna hér, notuðum eggjahvítur sem búið er að skilja frá eggjarauðunum og gerilsneyða. Bragðast ekki allveg rétt! En rétturinn var gómsætur!!!

Það var kominn verulegur spenningur í mannskapinn þegar við lukum við eftirréttin, Ingvi farinn að bulla af æsingi enda búinn að finna stóru pakkana. Hlustuðum á íslensku messuna á meðan við tókum upp pakkana, enda klst seinna hér á ferðinni. Allir mjög sáttir og glaðir með sínar gjafir, viljum við þakka fyrir okkur, kærlega!!!

Áttum náðuga stund áður en farið var í bólið, strákarnir léku sér á fullu í nýju tölvunni hans Ingva fram á nótt.

Þorláksmessa

Við fengum okkur saltfisk með hamsatólg í hádeginu. Erum ekki vön því að borða skötu, hvorugt okkar eldra fólksins í fjölskyldunni og strákarnir hafa ekki verið að biðja um kæsta skötu! Vorum með lítið kaffiboð í hádeginu, buðum íslenskri fjölskyldu sem býr hér í húsinu. Ætluðum að bjóða íslensku pari sem einnig býr hér en þau voru sjálf að fá gesti. Mjög notalegt, buðum upp á hveitikökur, síld og harðfisk og eitthvað annað smálegt. Gestirnir komu með kleinur með sér. Komst að því að það er virkilega gott að maula á harðfisk og drekka jólabjór! Fórum í göngutúr um hverfið, rétt til þess að fá okkur frískt loft í lungun. Hverfið er mjög rólegt, ekki margt fólk á ferli, lítil og sæt einbýlishús hér í kring en meira um blokkir þegar nær dregur miðborginni. Horfðum á Shrek áður en við fórum að sofa.

23. desember 2007

Laugardagur til lukku


Dagurinn i gær var viðburðarríkur, byrjuðum við snemma að taka til. Ég ákvað að þrífa veggina hér, málningarvinnan á íbúðinni er ekki sú besta og þarf ekki nema rétt að snerta veggina til þess að skilja eftir blett. Það sem meira er að þegar maður strýkur yfir með léttu sápuvatni og svampi þá þrífur maður málninguna af! Líklega er enginn gljái á málningunni sem notuð var eða að þeir hafa gleymt síðustu umferðinni!

Hvað um það, um hádegi var allt orðið glansandi fínt, steikti ég flotta beikonið sem ég keypti í gær, það er í heilum bita og þarf maður að skera það niður sjálfur. Engu vatni er sprautað í það og snarkar því ekki eins mikið á pönnunni og þegar maður er að steikja venjulegt vatnsbætt beikon. Bætti sveitapylsunum frá hádeginu deginum áður á pönnuna. Medisterpylsur sem maður kaupir hráar, hreinasta hnossgæti, örugglega 20 cm langar! Loks var french toast steikt, eggjabrauð, eina leiðin til að koma eggi ofan í Kára.

Þegar við vorum búin að jafna okkur eftir átveisluna í hádeginu komu Birta og Rasmus í heimsókn, færandi hendi, með hangikjöt jóladagsins og jólapakka. Við buðum þeim upp á æbleskiver með flúorsykri og sultu. Þau komu með vínarbrauð og bættu á kaffiborðið. Við drukkum góðan jólabjór með herlegheitunum. Birta gekk um allt með myndbandstökuvélina, íbúðin okkar verður örugglega tekin fyrir í Innlit-Útlit eftir áramót!

Fjölskyldan kíkti í bæinn eftir að Birta og Rasmus kvöddu. Strákarnir fóru að skauta á Kongens Nytorv. Skautuðu hring eftir hring á tilbúnu svelli. Röltum síðan niður Strikið, enduðum á Jensens Böffhus og fengum okkur kvöldverð. Ágætis matur þar, svona í líkingu við Grillhús Guðmundar.

Enduðum daginn fyrir framan sjónvarpið, horfðum á einhverja skautaþvælu, tveir karlmenn sem keppa í parakeppni á listdansi á skautum! Ólukkans rugl en vel hægt að hlæja að þessu.

17. desember 2007

Tívolí


Fórum í Tívolí í gærkvöldi, hittum Mörtu og Helga og Birnu og strákana þeirra, Helga og Búa. Það var allveg pakkað í Tívolíinu en það var bara gaman, góð jólastemning. Við fullorðna fólkið létum okkur nægja að gæða okkur á kaffi, jólaglögg og skoða skrautið en strákarnir fóru í tækin. Það var frekar kallt en stillt, eins og hefur verið síðustu daga og er spáð áfram. Við Marta fórum á eftir á virkilega fínan ítalskan veitingastað, Peccato minnir mig að hann hafi heitið. Mjög góður staður.

Kári keppti um morguninn í fjallahjólreiðum, í Hareskov. Það voru tæplega 400 keppendur og hann varð númer 98. Var ekki sáttur við árangurinn, er búinn að vera með hálfgerða kvefpest og náði sér ekki á strik, ætlaði að hætta en harkaði af sér. Við fórum öll með honum upp í skóg, það var kuldamistur yfir öllu, frekar napurt. Það er örlítill munur á keppnunum hér og heima!

Dragör


Við frúin hjóluðum til Dragör á laugardaginn, í sól og blíðu, það var samt ekki nema rétt yfir frostmarkið. Dragör er hér úti á Amager, hinum megin við flugvöllin. Við vorum þrjúkorter að hjóla, þetta eru um það bil 10 km aðra leið, hjóluðum reyndar hringinn í kringum flugvöllinn, styttri leið heim þannig að við segjum að þetta hafi verið 18 km í heildina.
Það er virkilega skemmtilegt að skoða gamla bæinn á Dragör, þetta er bær sem Hollendingar byggðu þegar þeir komu að kenna Dönum að rækta jörðina hér á Amager. Það er búið í þessum húsum enn, þau myndu samt sóma sér vel á Árbæjarsafni. Það eru nokkur hús til sölu, aldrei að vita nema að við séum að flytja, eða ekki. Örugglega rándýrt.
Fengum okkur jólaglögg og epplaskífur, ekta danskt jólahnossgæti. Tókum því rólega um kvöldi enda þreytt eftir ferðalagið.

14. desember 2007

Piparkökur

Fórum til vinkonu vinkonu minnar í gær, hennar Mörtu vinkonu hennar Mæju. Hún býr uppi Herlev, um það bil klukkutíma héðan. Fórum í Metró, vorum með hjólin en það var akkúrat að koma tími þar sem bannað er að vera með hjól í Metró. Spurði starfsmann hvort það væri í lagi og leyfði hann okkur að fara um borð með hjólin þar sem við hefðum mætt fyrir banntímann. Þegar við vorum komin næstum því alla leið kemur inn annar stm í lestina og segir "Út!" Við vorum ekki til í að samþykja það sona einn tveir og þrír og fauk því í manninn. Ég var frekar pirraður á þessum æsingi en sem betur fer náðu nærvera fjölskyldunnar að róa mig niður. Náðum á leiðarenda heil á höldnu. Fengum Búrrrrrítoooos hjá Mörtu. Bökuðum síðan piparkökur fyrir hundrað milljón manns, Bakarameistarinn hefði verið hreykinn af okkur. Virkilega góð jólastemning, íslensk jólalög og allt, krakkarnir impróviseruðu undir lokin og voru kökurnar virkilega flottar. Tókum lestina heim vandræðalaust, létum Metróinn eiga sig.

12. desember 2007

Jólabruni

Fórum í bæinn í gær að versla, meðal annars í Magasín. Þar keyptum við jólasteikina, hamborgarhrygg. Þeir eru ekki til hér á beini, maður verður bara að láta sér það lynda. Birta og Rasmus koma síðan með hangikjötið! Við fórum auðvitað í bókabúð, var búinn að spyrjast fyrir og fann loks almennilega búð, Reitzel. Keypti fyrsta pakkan af nýju útgáfunni af verkum Kierkegaard, Av en endnu Levendes Papirer, Om Begrebet Ironi, Enten-Eller ásamt kommentörum, mjög vegleg og vönduð útgáfa. Fékk í bakið þegar ég hjólaði heim með herlegheitin! Fundum loksins Fair Trade búð, keypti mér forláta ullarhúfu, núna verður mér ekki kalt á hausnum á hjólinu. Fengum okkur kaffi eftir öll kaupin, ég hætti mér of nálægt kerti sem var á kaffibarnum og logaði í úlpunni! Munaði minnstu að eldurinn læsti sig í flíspeysuna sem ég var í. Er det noget der brænder? spurði afgreiðsludaman, Ja, det er mig! sagi ég aumur og hvekktur. Fengum kökur gefins, held samt að jakkinn minn hafi verið meira virði en þrjár súkkulaðibitakökur, forlátur jakki úr Vinnufatabúðinni. En jafnaði mig þó eftir áfallið með því að maula kökuna. Við erum búin að baka fjórar sortir!!!!! Erum að fara í piparkökubakstur til Mörtu á morgun, en Marta er vinkona Mæju, sem er besta vinkona mín! Ingvi fékk loks hjólið sem hann fær í staðinn fyrir það sem var stolið, mjög flott BMX, þeir bræður fóru á ráðhústorgið að leika sér.

9. desember 2007

Jólakjötsúpa

Okkur var boðið í kjötsúpu í gær, til Helga listmálara og Birnu konu hans. Þau voru með veislu fyrir fjölda manns, Íslendinga og Dani, kunningja og vini. Helgi var búinn að vera að brasa með kjötsúpuna alla vikuna, búa til soðið og annað maus. Birna smurði rúgbrauð með kæfu, flatkökur með reyktum laxi og bakaði kleinur.
Það mættu um 30 manns í veisluna, hún var úti í porti og súpupotturinn settur á grillið! Hún bragðaðist virkilega vel, við bjuggum okkur vel og leið ágætlega úti, það var næðingur fyrst um sinn en lægði þegar á leið kvöldið. Við vorum vel reykmettuð þegar við komum heim, Helgi kveikti eld í portinu og fékk maður sinn skammt af reyknum sem lagði frá honum. Sérstaklega fannst mér gaman að því að strákarnir borðuðu súpuna af bestu lyst, kannski af því að þeir sáu ekkert hvað þeir voru að borða! En líklegra er að þeim hafi einfaldlega fundist hún bragðgóð, það var mikið grænmeti í súpunni, kjötið notað sem kraftur og krydd.
Jólakjötsúpan var virkilega gott innlegg í jólastemninguna. Við fórum á aðventukvöld hjá íslenska söfnuðinum hér í Kaupmannahöfn á föstudagskvöldið, einsöngur, upplestur, jólasögur og fleira í Skt. Pauls kirkju. Fengum síðan heitt súkkulaði og smákökur í Jónshúsi. Fyrsta sinn sem við komum þangað, mjög notalegt. Kynntum Ingva fyrir prestinum, hann á að byrja að ganga til hans vegna fermingarinnar í haust. Við eigum að mæta með honum á föstudaginn. Það eru 6 aðrir krakkar sem fermast í vor. Hann er staðráðinn í því drengurinn að játa kristna trú, vill ekki fresta því til næsta árs en hér í Danmörku fermast krakkar ári seinna en heima.
Jólakveðjur!

4. desember 2007

Sjávarréttarhlaðborð

Hér er mynd af úrvalinu af fiskréttum sem við Þóra fengum á laugardagskvöldið. Myndin er tekin á nýja fína símann hans Ingva, ekki alveg nógu góð gæði, gæti skrifast á tökumanninn þar sem síminn er með ágæta myndavél. Ath, það var ég sem tók myndina!

Allavegana var maturinn ljúffengur, gaman að smakka á mörgum tegundum, ég er farinn að meta fiskmeti betur en ég gerði áður, það kemur mér á óvart hversu góður fiskurinn er hérna þó svo að maður geti lent á virkilega slæmum fiski þegar maður kaupir hann út úr búð. Erum reyndar búin að finna fiskbúð hér í nágrenninu sem íslendingar eru með, merkingar á íslensku og alles, mikill kostur þegar um fisktegundir er að ræða sem maður þekkir ekki, og einnig þegar maður þekkir ekki dönsku eða ensku nöfnin á fisktegundum sem maður þekkir!
Posted by Picasa

1. desember

Við fjölskyldan héldum að sjálfssögðu upp á fullveldisdaginn með stæl. Við fórum í bæinn og byrjuðum á að fara á italskann stað sem heitir Vesuvio sem er rétt við ráðhústorgið og þar fengum við mjög góðan mat við hjónin fengum okkur sjávarrétta hlaðborð fyrir tvo sem samanstóð af alkyns fiski s.s. humar, krabba, lax, saltfiski, kolkrabba, rækjum og ýmsu fleira sem ég kann ekki að nefna. Þetta var svo vel útilátið að við gátum alls ekki klárað en mjög gott og gaman að fá að smakka svona margar tegundir. Ingvi fékk sér pizzu og Kári pastarétt. Eftir þessa frábæru máltíð röltum við niður strikið og skoðuðum jólaskreytingarnar. Niðri í Nýhöfn er jólamarkaður með mörgum básum sem selja allskonar jóladót sem er gaman að skoða. Við fundum fínan veitingastað við Nýhöfn þar sem fórum inn og fengum okkur eftirrétt tíramisu, kaffi, og koniak.
Að lokum röltum við á Kóngsins Nýjatorg og tókum metróin heim, södd og sæl eftir góða bæjarferð.
Kv Þóra

30. nóvember 2007

Jólinn er að nálgast og hér eru óslalistinn minn og Ingva!

Óskalisti Kára
  • Náttbuxur
  • Kortalesari
  • Myndavéla fylltra
  • Fjarstýring á myndavélina
  • Tösku fyrir þrífótinn
  • Vekjara klukku
  • Hlýjar hjóla buxur
  • Síðan hjóla bol
  • Skó Racer
  • Skó Fjallahjól
  • Skóhlífar
  • Hjóla jaka hlýjan
  • Hjálm
  • Prjóna arm og fótleggur
  • Prjóna bol frá campanjolo
  • Æfingaferð um páskana
  • Færeyska ullar húfu
  • Góð heyrnartól til að hjóla með
  • Ís Vél
  • Geisladiska stand (hlið við hlið ekki hver ofan á öðrum )
  • Geomag
  • Planet terror DVD
  • Les lampa
  • Miða á Cure tóleka
  • Cure bol
  • Foo figters bol

Jóla óskalisti Ingva

  • Play stasion 3 talva
  • Play stasion 3 leikir t.d simpson
  • Sjónvarp
  • Fartölva
  • DvD myndir
  • Geisladiska
  • 1. sería futirama
  • Ósóma bol
  • foo figters plaggat
  • Nýja I pod 8 G.b
  • Rafmagns gítar
  • Skimpsins The Movie
  • Hjóla skó
  • Fjala hjóla dekk
  • BMX peisu
  • Gítar hero Gitarslegents í p.s 3
  • Joe boxer náttbuxur
  • Miða á cure
  • Súkkulaði gosbrun
  • Og að þú skrifar í Gestabókina
Takk fyrir

27. nóvember 2007

Um daginn og veginn

Það er kallt úti, fór niðrí bæ í morgun og var mér kallt á leiðinni þó að ég væri vel klæddur á hjólinu. Fór í háskólann að spyrjast fyrir um nemendaskírteini. Skrifstofan var í eldgömlu húsi inní porti. Hafði áður farið á aðalbrautarstöðina og tekið passamyndir í átómati, gekk frekar illa! Kann ekki á svona græjur! Er kominn með hálsbólgu á því að hjóla alla daga, þarf að gæta þess að klæða mig vel í næðingnum. Það er ekki snjór og hitinn er enn yfir frostmark en ekki mikið. Það var föl einn morgun fyrir nokkrum dögum síðan og slydda yfir daginn. Ingvi er búinn að fá sjúkratryggingarkortið sitt þannig að hann hlýtur að fara að fá meldingu um skólavist, verðum að fara að tékka á þessu! Hann hangir allan daginn og pirrar foreldra sína! Hann er búinn að fá bæjarhjól þannig að hann þarf ekki að fara á fínu hjóli í bæinn, hann fær líka nýtt bmx hjól í staðinn fyrir það sem var stolið. Það kemur seinna í vikunni. Kári er búinn að kaupa sér vetrargötuhjól, með brettum! Hér er skylda að vera með bretti á veturna á götuhjólaæfingum. Það er æft allan ársins hring á götuhjólum. Það var loksins gert við útidyrnar, höfum ekki getað læst útidyrunum nema með átökum og látum, gátum reyndar fúskað það en nú er það komið í lag. Erum ekki enn komin með sjónvarp, fáum það líklega á laugardaginn. Horðum á HEIMA með SigurRós í gær, maður fékk bara heimþrá þrátt fyrir að hafa einungis verið hér úti í þrjár vikur.

25. nóvember 2007

Hareskov

Hjólið mittVið feðgarnir fórum í Hareskov að hjóla í gær. Hjóluðum á aðalbrautarstöðina og tókum lestina í skóginn, hún stoppar rétt við hann. Fundum ,,Rauðu leiðina" , merkta hjólaleið. Ég var nýbúinn að setja drulludekk undir, swalbe nobby, sem kom sér vel því hringurinn sem við hjóluðum var mjög blautur og drullugur. Þurfti maður að taka á öllu sínu til að spóla sér uppúr drullunni! Við Kári vorum með ljósin okkar, fórum af stað í björtu en fljótlega tók að skyggja. Það er virkilega gaman að hjóla inn á milli trjánna með gott ljós. Við vorum ekki of lengi eftir að myrkrið skall á því að við rötum illa inn í skóginum, auðvelt að villast í myrkrinu, náðum 1 1/2 tíma í skóginum. Hjóluðum svo í hálftíma á brautarstöð og tókum lestina heim. Við vorum sveittir eftir átökin í skóginum og varð því fljótt kalt þegar við komum út á berangur, vindurinn kaldur, hitinn um 2° þegar við lögðum af stað. Fólk gaut að að okkur augunum í lestinni, við og hjólin vorum haugskítug.



Enduðum daginn á litlum skemmtilegum veitingastað hér í nágrenninu, þar eru bara réttir dagsins, fiskur eða kjöt, og eitthvað aðeins meira! Strákarnir fengu sér nautasteik en við hjónin tapas. Maturinn bragðaðist mjög vel, enda vorum við svangir!
Nokkrar myndir

20. nóvember 2007

Polar CS200


Ég var að fá mér nýjan púlsmæli Polar CS200 og ákvað að prufa hann og fara á fjalla hjóla æfingu sem áti að byrja á Skovbrynet Station kl. 18:00 en þegar ég fann staðin var eingin þar arrg þannig ég fór einn í Skóinn með fína ljósið mitt og það var bara gaman ég var samt smá smeykur um að villast þarna einn í myrkrinu það eina sem meður sér á skóar botninum eru lauf blöð út um allt en er reindar nokkuð fallegt en gerir það er verkum að maður sér ekki steina rætur og sem gæti orðið mani að falli og það er en erfiðara að fina slóðan sem maður á að vera að hjóla á. Svo á leiðinni heim sprak að aftan og ég ákvað að það væri nó á pumpa bara í helvítis dekkið á handa áfram en það gekk ekki og ég neitts til að skrifa um slöngu en þá fataði ég að ég hafði fínt múltitoolinnu mínu sem var með 1 dekkjaþrælnum mínum en mér tókst að redda því með flítilosunarpinnanum og komst heim í mat.

Á morgum er ég að fara að byrja í vinnu hjá Jupider en því miður er hann strax búinn að finna lærðan mekka og þessvegna fæ ég bara vinnu út desember . en ég er þó komin með vinnu í desember

19. nóvember 2007

Helgarferð til Svíþjóðar


um helgina fórum við til Svíþjóðar. Ferðin byrjaði þannig að við fórum í lest í fjóra tíma (sem mér fannst ekkert spennandi). Eftir lestaferðina sótti Geiri (vinur pabba) okkur við gistum hjá honum. næsta morgun fórum við liseberg með Geira og stráknum hanns. Í liseberg var jóla opnun þannið að stærstu tækin voru lokuð. við ætluðum að byrja á að fara í útsýnis turn sem er þannig að það er svona kleinuhringur sem sníst í hringi og fer upp risa stóra súlu við biðum í 30 mínotur og ekkert var að gerast þannig að við fórum úr röðinni sem við vorum ein eftir í og fórum í hin tækin . síðann fórum við aftur að gá hvort við kæmumst í tækið en þá var það bilað.
næsta dag fór Geiri með okkur og sýndi okkur Gautaborg og við fórum á listasafn .
áður en við fórum feingu við mjög góðan tælenskan mat.
Nokkrar myndir

15. nóvember 2007

Nokkrar Myndri


Nokkrar Myndri af íbúðinni görið þið svo vel. Það koma fleiri .
Myndr

Flutningur

Þá er rykið að falla eftir flutningana hingað til Kaupmannahafnar, aðeins eftir að hengja upp málverkin hans Helga og fjölskyldumyndirnar! Það eru allir mjög ánægðir, reyndar erum við enn ekki farin að takast almennilega á við hversdaginn, enn öll í fríi.

Kári byrjar að vinna hjá Jupiter Cykler á Amagerbrogade í næstu viku. Hann er byrjaður að hjóla á fullu, búinn að finna fjallahjólaklúbb uppi í Lyngby og götuhjólaklúbb hér úti á Amager. Hann og Ingvi hafa verið að hjóla saman á BMX en Ingvi fékk flott bmx hjól þegar hann kom hingað út og Kári átti eitt fyrir. Við Þóra fengum okkur hjól til samgangna og hjólum allt sem við förum. Hjólið hennar Þóru er með bastkörfu á stýrinu! Ég er bara með bögglabera!!!

Ég fékk endanlega staðfestingu á því í vikunni að ég fæ inni í Háskólanum í Kaupmannahöfn, allt tekur sinn tíma hér!!!!!! Var búinn að fá marga pósta þar sem sagt var að ég fengi inni EN fyrst......
Þóra er í vetrarfríi, erum búin að sjá fjöldamarga leikskóla í nágrenninu svo að ekki verður vandamál fyrir hana að fá vinnu. Skylst á fólki hér að það vanti fólk á leikskóla rétt eins og heima.

Erum ekki búin að læra hvernig við setjum inn myndir á þessa síðu en við Kári erum báðir með myndasíður og munum við setja inn myndir þar. Við fengum okkur 3g síma öll fjölskyldan og 3g nettengingu þannig að ég kemst inn á netið hvar sem ég er í Danmörku. Vorum búin að reyna að hafa samskipti við TDC sem er rykfallið og steingelt apparat rétt eins og síminn heima. Ákváðum að velja framtíðina!!!

Verð að nefna að við fengum okkur frábærar græjur: NAD sjónvarp, hágæda digital skrímsli, NAD dvd með magnara og útvarpi og B&W hátalara!!! Það eru hreint ótrúleg gæði í sjónvarpinu og hljómgæðin hreint dásamleg!!!!

Nóg í bili, kær kveðja til ykkar allra

14. nóvember 2007

Allt að koma

Við erum að setja upp þessa síðu. Vonandi verðum við dugleg á næstu dögum að setja inn fréttir og myndir. Ætli það komi ekki eftir hálfan mánuð eins og allt hér í Danmörku.

bloggi bloggi blogg

halló þtsalkjddddddd