25. nóvember 2007

Hareskov

Hjólið mittVið feðgarnir fórum í Hareskov að hjóla í gær. Hjóluðum á aðalbrautarstöðina og tókum lestina í skóginn, hún stoppar rétt við hann. Fundum ,,Rauðu leiðina" , merkta hjólaleið. Ég var nýbúinn að setja drulludekk undir, swalbe nobby, sem kom sér vel því hringurinn sem við hjóluðum var mjög blautur og drullugur. Þurfti maður að taka á öllu sínu til að spóla sér uppúr drullunni! Við Kári vorum með ljósin okkar, fórum af stað í björtu en fljótlega tók að skyggja. Það er virkilega gaman að hjóla inn á milli trjánna með gott ljós. Við vorum ekki of lengi eftir að myrkrið skall á því að við rötum illa inn í skóginum, auðvelt að villast í myrkrinu, náðum 1 1/2 tíma í skóginum. Hjóluðum svo í hálftíma á brautarstöð og tókum lestina heim. Við vorum sveittir eftir átökin í skóginum og varð því fljótt kalt þegar við komum út á berangur, vindurinn kaldur, hitinn um 2° þegar við lögðum af stað. Fólk gaut að að okkur augunum í lestinni, við og hjólin vorum haugskítug.



Enduðum daginn á litlum skemmtilegum veitingastað hér í nágrenninu, þar eru bara réttir dagsins, fiskur eða kjöt, og eitthvað aðeins meira! Strákarnir fengu sér nautasteik en við hjónin tapas. Maturinn bragðaðist mjög vel, enda vorum við svangir!
Nokkrar myndir

1 ummæli:

Unknown sagði...

Hæbs, fylgist með ykkur, knús til ykkar frá okkur :)