12. desember 2007

Jólabruni

Fórum í bæinn í gær að versla, meðal annars í Magasín. Þar keyptum við jólasteikina, hamborgarhrygg. Þeir eru ekki til hér á beini, maður verður bara að láta sér það lynda. Birta og Rasmus koma síðan með hangikjötið! Við fórum auðvitað í bókabúð, var búinn að spyrjast fyrir og fann loks almennilega búð, Reitzel. Keypti fyrsta pakkan af nýju útgáfunni af verkum Kierkegaard, Av en endnu Levendes Papirer, Om Begrebet Ironi, Enten-Eller ásamt kommentörum, mjög vegleg og vönduð útgáfa. Fékk í bakið þegar ég hjólaði heim með herlegheitin! Fundum loksins Fair Trade búð, keypti mér forláta ullarhúfu, núna verður mér ekki kalt á hausnum á hjólinu. Fengum okkur kaffi eftir öll kaupin, ég hætti mér of nálægt kerti sem var á kaffibarnum og logaði í úlpunni! Munaði minnstu að eldurinn læsti sig í flíspeysuna sem ég var í. Er det noget der brænder? spurði afgreiðsludaman, Ja, det er mig! sagi ég aumur og hvekktur. Fengum kökur gefins, held samt að jakkinn minn hafi verið meira virði en þrjár súkkulaðibitakökur, forlátur jakki úr Vinnufatabúðinni. En jafnaði mig þó eftir áfallið með því að maula kökuna. Við erum búin að baka fjórar sortir!!!!! Erum að fara í piparkökubakstur til Mörtu á morgun, en Marta er vinkona Mæju, sem er besta vinkona mín! Ingvi fékk loks hjólið sem hann fær í staðinn fyrir það sem var stolið, mjög flott BMX, þeir bræður fóru á ráðhústorgið að leika sér.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá spæló með úlpuna! En geturu ekki bara teipað yfir gatið eins og Bjössi bróðir mundi gera, hehehe!?
Hulda Kristín

Binni sagði...

Er að hugsa um að bæta gatið, þetta er ágætis úlpa, hentar vel hér í kuldanum. Ætli ég fái ekki hana Þóru mína með mér í lið!