Hlustum á íslenska útvarpið, rás 1 eða 2 í gegnum gervihnattadisk sem notaður er til að taka á móti sjónvarpsútsendingunni, aðallega. Dagurinn fór í að undirbúa kvöldið, eins og vanalega. Byrjaði snemma á að búa til soð sem ég sauð Hamborgarhrygginn í, og notaði síðan soðið í sósuna. Maturinn lukkaðist vel, vorum með humar/rækjurétt í forrétt, fundum ekki rétta humarinn en notuðum stórar rækjur í staðinn. Heppnaðist vel, gaman að því að flambera rækjurnar! Hamborgarhryggurinn lukkaðist einnig vel, ekki voru allir á því að hann bragðaðist eins vel og sá íslenski, kannski fytjum við inn hrygg fyrir næstu jól til svínalandsins Danmerkur. Kári sá um eftirréttinn, að sjálfsögðu, Frost og funi. Erum að læra á matvöruna hér, notuðum eggjahvítur sem búið er að skilja frá eggjarauðunum og gerilsneyða. Bragðast ekki allveg rétt! En rétturinn var gómsætur!!!
Það var kominn verulegur spenningur í mannskapinn þegar við lukum við eftirréttin, Ingvi farinn að bulla af æsingi enda búinn að finna stóru pakkana. Hlustuðum á íslensku messuna á meðan við tókum upp pakkana, enda klst seinna hér á ferðinni. Allir mjög sáttir og glaðir með sínar gjafir, viljum við þakka fyrir okkur, kærlega!!!
Áttum náðuga stund áður en farið var í bólið, strákarnir léku sér á fullu í nýju tölvunni hans Ingva fram á nótt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli