26. desember 2007

Þorláksmessa

Við fengum okkur saltfisk með hamsatólg í hádeginu. Erum ekki vön því að borða skötu, hvorugt okkar eldra fólksins í fjölskyldunni og strákarnir hafa ekki verið að biðja um kæsta skötu! Vorum með lítið kaffiboð í hádeginu, buðum íslenskri fjölskyldu sem býr hér í húsinu. Ætluðum að bjóða íslensku pari sem einnig býr hér en þau voru sjálf að fá gesti. Mjög notalegt, buðum upp á hveitikökur, síld og harðfisk og eitthvað annað smálegt. Gestirnir komu með kleinur með sér. Komst að því að það er virkilega gott að maula á harðfisk og drekka jólabjór! Fórum í göngutúr um hverfið, rétt til þess að fá okkur frískt loft í lungun. Hverfið er mjög rólegt, ekki margt fólk á ferli, lítil og sæt einbýlishús hér í kring en meira um blokkir þegar nær dregur miðborginni. Horfðum á Shrek áður en við fórum að sofa.

Engin ummæli: