Drifum strákana á fætur og í messu í hádeginu. Hátíðleg messa, kirkjan sem íslenski söfnuðurinn messar í er virkilega falleg. Það var skírn í messunni. Kannski er ég forpokaður gamall kall en það fer í taugarnar á mér þegar krakkar eru hlaupandi og gólandi í messunni, sérstaklega við atburði eins og skírn.
Fórum í kaffi til Helga og Birnu eftir messu. Ekki vantaði fjörið þar, sáu strákarnir Búi og Helgi um það! Alltaf stuð að heimsækja þá bræður. Birna bakaði rjómatertu og var ýmislegt annað góðgæti á boðstólunum þannig að ekki var jafnvægi á hreyfingu og kalóríuneyslunni þann daginn!
Fengum okkur Hangikjöt í kvöldmat, ótrúlega einfaldur og góður matur. Loks horfðum við á Davinci lykilinn, kannski maður fari að leita að fjölskyldu Jesú!
1 ummæli:
Greinilega rosalega huggulegt hjá ykkur alltaf, ekkert nema gleði....:) Saknaðarkveðjur , Lotta.
Skrifa ummæli