4. desember 2007

Sjávarréttarhlaðborð

Hér er mynd af úrvalinu af fiskréttum sem við Þóra fengum á laugardagskvöldið. Myndin er tekin á nýja fína símann hans Ingva, ekki alveg nógu góð gæði, gæti skrifast á tökumanninn þar sem síminn er með ágæta myndavél. Ath, það var ég sem tók myndina!

Allavegana var maturinn ljúffengur, gaman að smakka á mörgum tegundum, ég er farinn að meta fiskmeti betur en ég gerði áður, það kemur mér á óvart hversu góður fiskurinn er hérna þó svo að maður geti lent á virkilega slæmum fiski þegar maður kaupir hann út úr búð. Erum reyndar búin að finna fiskbúð hér í nágrenninu sem íslendingar eru með, merkingar á íslensku og alles, mikill kostur þegar um fisktegundir er að ræða sem maður þekkir ekki, og einnig þegar maður þekkir ekki dönsku eða ensku nöfnin á fisktegundum sem maður þekkir!
Posted by Picasa

Engin ummæli: