17. desember 2007

Dragör


Við frúin hjóluðum til Dragör á laugardaginn, í sól og blíðu, það var samt ekki nema rétt yfir frostmarkið. Dragör er hér úti á Amager, hinum megin við flugvöllin. Við vorum þrjúkorter að hjóla, þetta eru um það bil 10 km aðra leið, hjóluðum reyndar hringinn í kringum flugvöllinn, styttri leið heim þannig að við segjum að þetta hafi verið 18 km í heildina.
Það er virkilega skemmtilegt að skoða gamla bæinn á Dragör, þetta er bær sem Hollendingar byggðu þegar þeir komu að kenna Dönum að rækta jörðina hér á Amager. Það er búið í þessum húsum enn, þau myndu samt sóma sér vel á Árbæjarsafni. Það eru nokkur hús til sölu, aldrei að vita nema að við séum að flytja, eða ekki. Örugglega rándýrt.
Fengum okkur jólaglögg og epplaskífur, ekta danskt jólahnossgæti. Tókum því rólega um kvöldi enda þreytt eftir ferðalagið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hef komið þarna, flottur bær - elska svona "gamle ting" .. knús á ykkur!