20. nóvember 2008

Amager Strand by Night


Amager Strand by Night
Originally uploaded by Kari Carbon
Fór niðrá strönd með ingva og náði þessari mynd fynst hún nokkuð töff

23. júlí 2008

20. júlí 2008

Kanó ferðinn


Ég var í fríi á miðvikudaginn þannig við Ingvi ákváðum að gera eithvað spennandi og skeltu okkur á kanó við tókum S-tog til Lyngby gengum að kanó leiguni og leiðum kano í 3 klukkutíma og skeldum okkur í rauðbjörgunarvesti og rerum á stað úr í óvsuna wildlife adventures with Kári and Ingvi like you never seen by for in in high definition.
Endur voru meðal þeirra hættulegu og viltu dýra sem við sáum á ferðum okkar um kanala skóarins einig sáum við Hegra, hund í björgunar vesti en það sem okkur fanst mest spennandi var kafndi fugl vem hvar í hvet skifri sem myndavélin kom nálagt hér er eina mndin sem náðist af honum við vitum ekki en þá hvað han heitir en við köllum hann Fugli ef einhver veit hvað hann heitir er hann vimsamlegast beðinn um að hafa samband.
Myndir

15. júní 2008

Nýtt Hjól

Var að fá mér nýtt hjól á fimmtudaginn eða nýt stell, skifta og stýri, svo er ég loksins búinn að fá tune sveifasettið mitt frá Markinu. Ég mætti snemma á föstudaginn til að hafa tíma til að setja hjólið saman og það fór allt saman eins og í sögu, meira að segja framskiftirinn og sætisstamminn!!! Ég fór svo á hjólinu á æfingu í morgum og það frábært að hjóla á því, það er mjög stíft og svarar vel sérstaklega með fasta gafflinum (ekki dempari að framan). Ég á eftir að vigta það en stellið sjálft er 1200gr og held að hjólið sé um 9 kg. Svo er ég fyrstur að fá þetta stell í Evropu!!!! Toppaðu það ! þetta er 2009 árgerð!


BIANCHI Oetzi Carbon 2009


Rammi: BIANCHI Oetzi Carbon 2009

Nöf: Tune mtb

Hringir: Sun Rims DS1-XC

Sveifaset: Tune

Gaffall: Force rc31Carbon/magnesium

Bremsur: Formula Oro Puro

Skifrar: Sram X.0 Twister

Afrurskifrir: Sram X.0

Framskifri: Gamli Simano XT

Stíri: Truvativ XC-Flatbar

Stírstami: Scott(langar í Tomsons)

Sætisstami: Thomson Elite


Fleiri Myndir

4. júní 2008

7. maí 2008

Fjölskylduinnrásin mikla

 

Á morgun kemur fyrsta fylking fjölskylduinnrásarinnar, Amma Vala og Hulda í fylkingarbroddi og Jóhanna og Lotta þar á eftir með þeirra liðsmönnum. Á föstudag kemur Ingvi Afi, og loks bakvarðasveitin, Bjössi og Addy og Helga. Hápunktur helgarinnar er manndómsvígsla Ingva yngri, hann verður fermdur á sunnudaginn. Annars erum við fjölskyldan hér á Kastrupvej guðs lifandi fegin að fá einhverja nýja einstaklinga til að spjalla við, höfum verið einum of mikið með okkur sjálfum þennan veturinn!

Það rifjast upp gamlar mai minningar hjá mér þessa dagana, er að böglast við verkefnaskil í skólanum og á hangandi yfir mér tvær ritgerðir sem ég á að skila í lok mánaðarins! Sólin hefur nefnilega verið að steikja okkur síðustu daga og vikur og ætlar ekkert að hætta því næstu daga, frekar að skrúfa upp hitann.

Hlakka mikið til að fá alla gestina, helst að slaka á útí garði eða niðrá strönd en ætli verði ekki farið á þessa klassísku staði, Tívolí og dýragarðinn og allt það.

ps. ef þið smellið á myndina þá takið þið eflaust eftir að Þóra er að fela sígarettuna en hún sést í glugganum, TEKIN!
Posted by Picasa

4. maí 2008

Sól á sunnudegi

 

Erum búin að vera mikið úti í sólinni í dag, fórum á ströndina eftir hádegi, vorum búin að vera dugleg að þrífa, herbergið hans Ingva tekið í gegn. Fórum niðrá strönd og lágum þar, óðum í sjónum en hann er enn mjög kaldur. Erum búin að kaupa stóla og borð á svalirnar, kemur það vel út, tekur ekki of mikið pláss. Fengum okkur líka rauða rós á fína bekkinn. Spáin fyrir hvítasunnuna er að breytast, nú á ekki lengur að rigna!


Veðurspá
Posted by Picasa

3. maí 2008

Hjólatúr

 

Við Þóra fórum í hjólatúr í morgun, ætluðum að skoða almenningsgarð hjá flugvellinum en hann var nú ekki merkilegri en það að við tókum ekki eftir honum þrátt fyrir að hafa hjólað framhjá. En það var margt að skoða, fórum allaleið að Fields sem er úti á vestur-Amager, risakringla.

Fórum inn í sumarbústaðaþyrpingu og fengum okkur bakkelsi, þetta verður heitur dagur í dag, strax komið yfir 15 gráðurnar!

Ætli við förum ekki í það að taka til fyrir ferminguna, erum frekar afslöppuð í þessum undirbúningi!
Posted by Picasa

2. maí 2008

 

Við hjónin fengum okkur göngutúr í morgun í þokunni, Þóra er í fríi í dag, hefur eitthvað með það að gera að gærdagurinn var tvöfaldur frídagur, eða þannig. Fórum inn í sumarbústaðaþorp sem er hér rétt hjá okkur, lítil og þétt byggð af sætum sumarbústöðum, líkast til ekki meira en 30 fm hús og eitthvað svipað stór lóð. Þar rétt hjá sáum við lambalæri hangandi í tré, vonandi sést það á myndinni sem fylgir en hún var tekin á símann minn. Ákváðum að þar byggi færeyingur! Þið getið smellt á myndina til þess að stækka hana.

Það hefur rignt allsvakalega í dag, ekta demba. Það á því miður að vera rigning um næstu helgi, hvítasunnuna, en þá fáum við fjölskylduna mína í heimsókn og náttúrulega þá sem við þekkjum hér, í ferminguna hans Ingva. Það á að stytta upp á hvítasunnudag, vonandi getum við grillað í garðinum! Þetta getur síðan allt saman breyst.
Posted by Picasa

28. apríl 2008

Það er komið sumar!



Jæja, þá getur maður hætt öllum bölmóði um kalt vor, hætt að bíða eftir sumrinu, það er mætt á svæðið. Við fögnuðum sumarkomunni með grillveislu hjá Helga og Birnu. Ég keypti kalkúnabringur, skar niður í gúllas og lagði í kryddlög. Var frekar skeptískur á kalkúninn en hann olli okkur ekki vonbrigðum, bragðgóður og meir. Ég fer líka ekki ofan af því að það sé betra að grilla á kolagrilli! Við sátum útí í porti hjá Helga, Marta kom líka þannig að þetta var ágætis hópur sem sat og sötraði rauðvín og bjór og bragðaði á grillmat. Verð að viðurkenna það að ég fór yfir strikið í drykkjunni, en er búinn að setja mér ansi stranga drykkjusiði þannig að ekki var um neina skandala að ræða. Var frekar latur í gær.

Fengum fyrstu heimsókn sumarsins í gær, Ingi og Vilma komu í hádegis nasl, gengum síðan niðrá strönd, það var 18 gráðu hiti, mistur yfir, sólin remdist við að skýna í gegn og þegar henni heppnaðist það hitnaði strax verulega. Sátum á svölunum seinnipartinn, þar mældist 28 gráðu hiti á kjöthitamælinum, og í litlum skugga! Spáin út vikuna hljóðar upp á 17-18 gráður og sól, en það á reyndar að draga fyrir og rigna einhverja daga eða hluta úr degi.

Hlakka ofboðslega mikið að fá fjölskylduna í heimsókn í ferminguna hans Ingva, vonandi getum við staðið við áætlunina um að grilla út í garði í rólegheitum og njóta góða veðursins.

11. apríl 2008

Tívólíið opnar 17 apríl


Halló, langt síðan síðast og mikið vatn runnið til sjávar.
Já ég, pabbi og Ingvi fórum á Queens Of The Stone Age í KB Hallen sem voru hreint og beint magnaðir tónleikar sem rokkuðu feitan, svaka steming allt pakkað enda uppselt. Upphitunar bandið var mjög flott, söngvarinn með sítt hár, ber að ofan og í þreyngstu gallabuxum sem ég hef séð verður ekki meira rokk en það. Á ennþá eftir að komast að því hvað hljómsveitin heitir !!

Tune sveifa settið mitt er loksins komið í hús og ég er búinn að panta mér nýtt stell GT Zaskar og nokkra aukahluti og bíð spenntur enda að trekkin min orðin gamall og lúinn það á að fara að vera komið og þetta verður flottasta GT fjallahjól í HEIMI !! og þá hlýt ég að vinna.

Ég er byrjaður að vinna á nýjum stað hjá Jupiter í Nørreby Center sem er lítið moll við Nørrebogade og tekur sirka 30 min að hjóla þangað. Þessi búð er mikið stærri en hin og það eru öruglega trilljón hjól þarna og á hverjum morgni stillum við upp hjólum fyrir utan og svo aftur inn á kvöldin það eru líka öll hjólinn sem eru í viðgerð geymt úti á daginn, svo opnar ekki fyrr en 10:00 en það er opið til 18:00 og 19:00 á föstudögum, fyrir utan það er þetta bara fínasti staður með skemmtilegu fólki.

Í gær var ég að laga hjól í vinnunni og var að setja á reellight sem er ljós sem virkar þannið að það er við görðina og seglar í teinunum og býr til rafmagn þannig. Ég vað er stilla ljósið og tókst að setja hendina inn í görðina á fullum hraða !!! ég var sendur á Skadestuen eða Slysó en sem betur fer braut ég ekki neitt, bara soldið vel bólgin á baugfingri og með nokkur sár puttunum, þetta var vinstri svo eg ger notað hægri sem er gott.

Mamma er byrjuð í nýrri vinnu og líkar vel. Hún er að vinna á leikskóla sem er i 3 min göngufæri. Leikskólinn er opinn frá 6 til 6 en mamma er ekki að vinna þannig. Hún fer eitthvað út í sveit í annari hveri viku þar sem leiksskólinn er með annað hús.

Við ingvi vorum að koma úr bænum ég ver að versla mér UV filter til að vernda linsuna og við fengum okkur ParadÍS ummm og þá er bara eitt að gera, bíða Tívólíið opnar 17 apríl

17. febrúar 2008

Staðfesting

Fermingarkort

Amalienborg


Í gær fórm við í Amalienborg en þar á drottingin heima og þar voru verðir með bjarnarfeldshatta, byssur og alles og við horfðum á þá marsera um torgið eins og þeir gera þegar vaktaskifti eru. Svo fórum við á safn um konungsfjölskyldu Dana, það sem þar bar fyrir augum þar var meðal annars pípusafn konungsins og gamla kjóla drottnngar. Svo fórum við að skoða kirkjuna sem ber nafnið Frederikskirken eða Marmorkirken og er mjög falleg og stór kirkja og með allsvakalegu hvolfi sem við fórum svo uppá. Á leiðinni gengum við á svölum inni í kirkjunni sem voru um hálfur metri á breidd og 40 metrar niður svo var hring stigi sem var ótrúlega þröngur með 70 tröppum og við löbbuðum örugglega í 10 hringi en það var vel þess virði því það var geðveikt útsýni og maður greip andann á lofti þegar maður kom út. Svo var ferðinni haldið heim en við stoppuðum á kaffihúsi í Nýhöfn og fengum okkur smörebrauð.

8. febrúar 2008

Á miklum snúning


Ég hef verið slæmur í hægra hné síðustu mánuði, versnaði rétt áður en við fluttum út. Snéri mig á vinstri ökkla og var að hoppa um á hægri fæti þegar eitthvað gaf sig í hnénu. Klaufalegt?

Fékk loks tilvísun til sérfræðings hér, hann var ekki lengi að finna hvað væri að;

BÍÓHNÉ

Og ekki er meðferðin síðri, hjóla á háum snúning (cadence) í hálf tíma á hverjum degi! Þá verð ég að drífa mig út að æfa, ætla að taka Dragör hring á hverjum degi, líklega 1 tími en örugglega ekki verra að bæta aðeins við. Það getur tekið 3 mánuði eða 3 ár að losna við eymslin í hnénu, vona að með góðum æfingum taki þetta ekki langan tíma.

3. febrúar 2008

Labbitúrinn


Við Ingvi fórum í labbitúr í dyrhavsparken í sem er garðurinn sem Bakken er í. Við tókum lestina í Klampenborg sem er rétt hjá við byrjuðum á því að labba í gegnum Bakken sem var spenandi því að það er lokað og eins og að labba í draugabæ fyrir utan hina sem voru í labbitúr og mennina sem voru að vinna í tækunum, en við sáum í hvaða tæki við ætlum að fara í þegar það opnar en það opnar 13 Mars, eins og allir eiga vita er það dagurinn efrir afmælisdag Ingva og er hugmyndin að halda upp á afmælið hann með ferð í Bakken. Svo fórum við í Skóginn að leita að Bamba einnig rákumst við á eldgamalt tré sem var orðið holt að innan og við klifruðum upp í það og Ingva tókst að festa sig en á meðan við sátum í trénu og veltum því fyrir okkur hvernig við ætum að komst niður sáum við heila hjörð af bömbum hlaupa framhjá og þegar við komumst báðir niður fórum við að elta hjörðina og fundum hana og í henni var 1 albínói og við kölluðum hann Nóa. Eftir smá eltingarleik að reyna að ná myndum af þeim var ferðinni heitir heim á leið.
Myndir
Á föstudaginn fóum við pabbi að versla nýja tölvu ég keypti mér nýja mac book pro 15" fartölfu til að vinna myndirnar mínar í þetta er svaka græja með 2.2 GHz og 2 Gb í innraminni

29. janúar 2008

Loksins, loksins!

Jæja, ætli sé ekki best að blogga aðeins, segja frá því hvað við höfum verið að gera síðan síðast. Við Þóra erum byrjuð í dönsku í Studieskolen. Gengur það mjög vel og erum við strax orðin öruggari að blaðra á dönskunni. Það er ótrúlegt hvað maður er lélegur að tala og skilja dönsku. Frekar léleg meðmæli með dönskukennslunni heima, ég var einn af þessum vitleysingum sem hafði gaman að því að læra dönsku og skildi aldrei hvað menn voru að kvarta!

Sigurgeir kom í heimsókn frá Svíþjóð, fór reyndar fyrst í heimsókn til Íslands og kom hér við í bakaleiðinni. Því miður fór ansi mikil tími í að blóta Bakkus, held að ég sé að verða argasti bindindismaður, er kominn með óþol gagnvart drykkju og dópi. Ef fólk er bara að hugsa um að drekka getur það bara gert það einhvers staðar annars staðar en heima hjá mér.

Við keyptum bedda og getum tekið á móti gestum! Eða allavega gesti.

Ég er byrjaður í kúrsum í KU, og kominn með mentor, strákur sem hjálpar mér að rata í skólanum. Á reyndar efir að hitta hann en það getur komið sér vel og sparað tíma að fá leiðsögn um deildina.

Þóra fer í annað viðtalið í Krossfiskaleikskólann hérna rétt hjá, er búinn að tala við yfirmanninn og hittir deildarstjóra á morgun. Þeir taka sinn tíma í þetta danirnir en vonadi gengur þetta eftir og hún byrji að vinna um mánaðarmótin.

Ég náði mér í kvefpest, er hálf slappur. Hnerra og hósta og er með einhverjar kommur. Nenni þessu ekki! Skiptir mestu að komast í tíma á fimmtudaginn. Ég er líka byrjaður í ljósum sem virka vel á mig, út af exeminu. Þarf að hjóla upp í Bispebjerg sem er tæpur klukkutími aðra leiðina þannig að ég er að brenna ágætlega þessa dagana!

Sæl að sinni

14. janúar 2008

BMX KEX

Á laugardaginn fórum við Ingvi í Skateparkið sem er nálagt Nørrebro. Það var soltið blautt og pollar hér og þar en það var bara gaman og er þetta vídíó með nýja teaminu BMX KEX. Í þessu nýja teami eru Kári Brynjólfsson og Ingvi Brynjólfsson. Það eina sem þarf til að vera með í þassu teami er að vera Íslendingur sem á heima í Danmörku og hafa brennandi áhuga á BMX og hjólreiðum yfir höfuð

.

Á sunnudaginn vaknaði ég og mætti á æfingu hja Amagercyklering en á leðinni á æfingu var ég tekinn af löggunni fyrir að fara yfir á rauðu ljósi en það geri ég aldrei en það var sunnudagur og klukkan ekki orðinn 9, hver er vaknaður þá! En hún sagði mér bar að gera þetta ekki aftur og það væri stór hættulegt að fara yfir á rauðu ljósi!

Það var fullt að fólki mætt á æfingu og ég hjólaði með hraðari hóp sem hjólaði á fínum hraða, það voru sirka 10-15 manns í þessu hóp og við hjóluðum 101.6 km. Á 27,8 km meðalhraða og tók það 03:58min, ég talaði mest við klúbbmekkan en það er ekki sjálfgefið að danir tali ensku, allan tíman vorum við í tvöfaldri röð og skiftu reglulega á að kljúfa vindinn. Þegar heim var komið fór ég í heita sturtu og lagði mig fyrir framan sjónvarpið.

Seinasta sunnudag 5.janúar kefri ég í Slush cup og að þessu sinni var keppt í svokallaðri URBAN keppni og var haldin í Kødbyen og var að hluta til inni. Þessi braut var mjög skemmtileg þrátt fyrir að hafa verið flöt, á malbiki og með um 370 keppendum, þeir voru búnir að setja margar þrautir inná brautina, niður stiga og inni í bilastæðahúsi . Ég áhvað að byrja bara rólega og halda mínu sæti byrjaði framarlega í 3 holli, fyrstu hringina var ég bara einn en svo lenti ég í hópi með 5 -6 mans og við héldum góðun hraða á seinust hringunum, var bara ég og 1 annar gaur eftir í þessum hópi og hafði hann betur í lokinn. Í heildina fannst mer þetta bara ganga vel, sérstaklega miðað við að ég hef ekki verið að æfa nóu vel, ég endaði í 58. sæti og stefni á betra sæti í næsta móti sem er um næstu helgi.

Það var sagt frá þessu móti í TV2 Spotr og það er hægt að sjá það hér

og myndir hér og hér




5. janúar 2008

X-Hall

Ég og Ingvi fótum í X-hall um daginn og við tók okkur svona klukkutíma að finna það en það var gaman þegar við loksins fundum það, allavegana langaði að prufa að setja vídíó á siðuna þetta vídíó er af mér og ingva að hjóla

2. janúar 2008

Nýtt ár



Dagurinn byrjaði ekki snemma en pabbi byrjaði að elda um hádegi og var að því til um sex en það sem var á matseðlinum voru nokkrir flamberaðir humrar og hörpudiskar í forét sem voru soðnir í hvítlaukssmjöri í aðalrétt var svo eitt stikki önd með kínverskum stíl og borinn fram í pönnuköku með plómusósu og í eftirrétt voru nýbakaðar bránís með ís.

Þegar maturinn var búinn hlustuðum við á tónlist og biðum eftir skaupinu sem við horfðum á á netinu og fannst það bara fínt og í fyndnara lagi.

Eftir skaupið fórum við eins og allir að sprengja og ef þið haldið að Danir sprengi ekki þá hafið þið rangt fyrir ykkur, það var allt brjálað og ekki minna en heima. Svo enduðum við nóttina á því að horfa á Pulp Fiction.

Svo vöknðum við Ingvi um fjögurleitið á Nýársdag það var lítið gert þann dag enda í styttra lagi.