8. febrúar 2008

Á miklum snúning


Ég hef verið slæmur í hægra hné síðustu mánuði, versnaði rétt áður en við fluttum út. Snéri mig á vinstri ökkla og var að hoppa um á hægri fæti þegar eitthvað gaf sig í hnénu. Klaufalegt?

Fékk loks tilvísun til sérfræðings hér, hann var ekki lengi að finna hvað væri að;

BÍÓHNÉ

Og ekki er meðferðin síðri, hjóla á háum snúning (cadence) í hálf tíma á hverjum degi! Þá verð ég að drífa mig út að æfa, ætla að taka Dragör hring á hverjum degi, líklega 1 tími en örugglega ekki verra að bæta aðeins við. Það getur tekið 3 mánuði eða 3 ár að losna við eymslin í hnénu, vona að með góðum æfingum taki þetta ekki langan tíma.

4 ummæli:

Unknown sagði...

...frekar óheppinn. Bíddu, ertu þá alltaf í bíó? hehe...eeee....
Annars erum við sko kát hérna megin, fúlt að missa alltaf af þér Binni þegar þú hringir, en ég meina....það eru ekki alltaf jólin, saknaðarkveðjur.

Binni sagði...

Þetta er kallað bíóhné því að eftir að maður er búinn að sitja lengi kyr, nb ekkert hlé hér, þá er mjög erfitt að taka fyrstu skrefin! Ferlega fyndið að ég fór á frábæra mynd um daginn, Control, ég hrundi næstum þvi niður allar tröppurnar þegar ég ætlaði út eftir myndina! Og það var áður en ég vissi að ég væri með bíóhné.

Bara að svara Lotta, bara að svara!

Nafnlaus sagði...

Hehe, ég held að ég sé líka með svona, reyndar ekki hné heldur mjöðm, sko BÍÓMJÖÐM, því ég er oft ferlega stíf í mjöðminni þegar ég er búin að sitja lengi, sérstaklega í bíl. Ég er búin að bóka flugið okkar mömmu, komum fimmtudaginn 8.maí og heim aftur mánudaginn 12. maí ....... liggaliggalá!!
Hulda stórasys

Binni sagði...

Þetta er víst gigt, varst þú ekki með gigt í höndunum Hulda? Ég vonast til að geta slípað þetta í burtu með hjólreiðunum.

Ég er búin að panta gistinguna fyrir ykkur mömmu, herbergi fyrir 2 með tveimur rúmmum!

Hlakka til að sjá ykkur!