
Í gær fórm við í Amalienborg en þar á drottingin heima og þar voru verðir með bjarnarfeldshatta, byssur og alles og við horfðum á þá marsera um torgið eins og þeir gera þegar vaktaskifti eru. Svo fórum við á safn um konungsfjölskyldu Dana, það sem þar bar fyrir augum þar var meðal annars pípusafn konungsins og gamla kjóla drottnngar. Svo fórum við að skoða kirkjuna sem ber nafnið Frederikskirken eða Marmorkirken og er mjög falleg og stór kirkja og með allsvakalegu hvolfi sem við fórum svo uppá. Á leiðinni gengum við á svölum inni í kirkjunni sem voru um hálfur metri á breidd og 40 metrar niður svo var hring stigi sem var ótrúlega þröngur með 70 tröppum og við löbbuðum örugglega í 10 hringi en það var vel þess virði því það var geðveikt útsýni og maður greip andann á lofti þegar maður kom út. Svo var ferðinni haldið heim en við stoppuðum á kaffihúsi í Nýhöfn og fengum okkur smörebrauð.
1 ummæli:
Hæ, hæ, er bara að kasta á ykkur fjölskylduna kveðju. Gaman hvað þið eruð dugleg að skoða!
Við kíktum á Amalienborg síðasta sumar þegar við fórum til Köben.
Skrifa ummæli