Við Þóra fórum í hjólatúr í morgun, ætluðum að skoða almenningsgarð hjá flugvellinum en hann var nú ekki merkilegri en það að við tókum ekki eftir honum þrátt fyrir að hafa hjólað framhjá. En það var margt að skoða, fórum allaleið að Fields sem er úti á vestur-Amager, risakringla.
Fórum inn í sumarbústaðaþyrpingu og fengum okkur bakkelsi, þetta verður heitur dagur í dag, strax komið yfir 15 gráðurnar!
Ætli við förum ekki í það að taka til fyrir ferminguna, erum frekar afslöppuð í þessum undirbúningi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli