2. maí 2008

 

Við hjónin fengum okkur göngutúr í morgun í þokunni, Þóra er í fríi í dag, hefur eitthvað með það að gera að gærdagurinn var tvöfaldur frídagur, eða þannig. Fórum inn í sumarbústaðaþorp sem er hér rétt hjá okkur, lítil og þétt byggð af sætum sumarbústöðum, líkast til ekki meira en 30 fm hús og eitthvað svipað stór lóð. Þar rétt hjá sáum við lambalæri hangandi í tré, vonandi sést það á myndinni sem fylgir en hún var tekin á símann minn. Ákváðum að þar byggi færeyingur! Þið getið smellt á myndina til þess að stækka hana.

Það hefur rignt allsvakalega í dag, ekta demba. Það á því miður að vera rigning um næstu helgi, hvítasunnuna, en þá fáum við fjölskylduna mína í heimsókn og náttúrulega þá sem við þekkjum hér, í ferminguna hans Ingva. Það á að stytta upp á hvítasunnudag, vonandi getum við grillað í garðinum! Þetta getur síðan allt saman breyst.
Posted by Picasa

Engin ummæli: