14. janúar 2008

BMX KEX

Á laugardaginn fórum við Ingvi í Skateparkið sem er nálagt Nørrebro. Það var soltið blautt og pollar hér og þar en það var bara gaman og er þetta vídíó með nýja teaminu BMX KEX. Í þessu nýja teami eru Kári Brynjólfsson og Ingvi Brynjólfsson. Það eina sem þarf til að vera með í þassu teami er að vera Íslendingur sem á heima í Danmörku og hafa brennandi áhuga á BMX og hjólreiðum yfir höfuð

.

Á sunnudaginn vaknaði ég og mætti á æfingu hja Amagercyklering en á leðinni á æfingu var ég tekinn af löggunni fyrir að fara yfir á rauðu ljósi en það geri ég aldrei en það var sunnudagur og klukkan ekki orðinn 9, hver er vaknaður þá! En hún sagði mér bar að gera þetta ekki aftur og það væri stór hættulegt að fara yfir á rauðu ljósi!

Það var fullt að fólki mætt á æfingu og ég hjólaði með hraðari hóp sem hjólaði á fínum hraða, það voru sirka 10-15 manns í þessu hóp og við hjóluðum 101.6 km. Á 27,8 km meðalhraða og tók það 03:58min, ég talaði mest við klúbbmekkan en það er ekki sjálfgefið að danir tali ensku, allan tíman vorum við í tvöfaldri röð og skiftu reglulega á að kljúfa vindinn. Þegar heim var komið fór ég í heita sturtu og lagði mig fyrir framan sjónvarpið.

Seinasta sunnudag 5.janúar kefri ég í Slush cup og að þessu sinni var keppt í svokallaðri URBAN keppni og var haldin í Kødbyen og var að hluta til inni. Þessi braut var mjög skemmtileg þrátt fyrir að hafa verið flöt, á malbiki og með um 370 keppendum, þeir voru búnir að setja margar þrautir inná brautina, niður stiga og inni í bilastæðahúsi . Ég áhvað að byrja bara rólega og halda mínu sæti byrjaði framarlega í 3 holli, fyrstu hringina var ég bara einn en svo lenti ég í hópi með 5 -6 mans og við héldum góðun hraða á seinust hringunum, var bara ég og 1 annar gaur eftir í þessum hópi og hafði hann betur í lokinn. Í heildina fannst mer þetta bara ganga vel, sérstaklega miðað við að ég hef ekki verið að æfa nóu vel, ég endaði í 58. sæti og stefni á betra sæti í næsta móti sem er um næstu helgi.

Það var sagt frá þessu móti í TV2 Spotr og það er hægt að sjá það hér

og myndir hér og hér




Engin ummæli: