Jæja, ætli sé ekki best að blogga aðeins, segja frá því hvað við höfum verið að gera síðan síðast. Við Þóra erum byrjuð í dönsku í Studieskolen. Gengur það mjög vel og erum við strax orðin öruggari að blaðra á dönskunni. Það er ótrúlegt hvað maður er lélegur að tala og skilja dönsku. Frekar léleg meðmæli með dönskukennslunni heima, ég var einn af þessum vitleysingum sem hafði gaman að því að læra dönsku og skildi aldrei hvað menn voru að kvarta!
Sigurgeir kom í heimsókn frá Svíþjóð, fór reyndar fyrst í heimsókn til Íslands og kom hér við í bakaleiðinni. Því miður fór ansi mikil tími í að blóta Bakkus, held að ég sé að verða argasti bindindismaður, er kominn með óþol gagnvart drykkju og dópi. Ef fólk er bara að hugsa um að drekka getur það bara gert það einhvers staðar annars staðar en heima hjá mér.
Við keyptum bedda og getum tekið á móti gestum! Eða allavega gesti.
Ég er byrjaður í kúrsum í KU, og kominn með mentor, strákur sem hjálpar mér að rata í skólanum. Á reyndar efir að hitta hann en það getur komið sér vel og sparað tíma að fá leiðsögn um deildina.
Þóra fer í annað viðtalið í Krossfiskaleikskólann hérna rétt hjá, er búinn að tala við yfirmanninn og hittir deildarstjóra á morgun. Þeir taka sinn tíma í þetta danirnir en vonadi gengur þetta eftir og hún byrji að vinna um mánaðarmótin.
Ég náði mér í kvefpest, er hálf slappur. Hnerra og hósta og er með einhverjar kommur. Nenni þessu ekki! Skiptir mestu að komast í tíma á fimmtudaginn. Ég er líka byrjaður í ljósum sem virka vel á mig, út af exeminu. Þarf að hjóla upp í Bispebjerg sem er tæpur klukkutími aðra leiðina þannig að ég er að brenna ágætlega þessa dagana!
Sæl að sinni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Sæl Hjón !
En leiðinlegt ég sem ætlaði að koma og detta ærlega í það með Þóru þýðir þetta að við verðum að fara á einhverja krá þarna til þessa að fara á fyllerí ??!! ha...ha...
Annars mjög gaman að heyra hvað ykkur líður vel hlakka til að hitta ykkur !!
Kveðja Díana
Þú og Þóra getið dottið í friði fyrir mér, ég ætla að láta mér nægja einn og einn bjór eða rauðvínsglas með mat næstu mánuði eða ár eða restina af lífinu!
Það er óhollt að detta í það!
Hlakka til að sjá þig!
Hm, vantar eitt það í textann hjá mér hér fyrir ofan!
Líst vel á þetta hjá þér....mega kúl, vona að Þóra fái vinnuna....
knús.
Elsku Binni minn !
Hvað gerðist eiginlega !!
Svo er nú alltaf spurning hvað er óholt t.d maður getur dottið í alveg hræðilega hollustu og verið alveg hræðilega heilbrigður um tíma ha...ha..
En nóg með það þú veist það nú Binni minn að ég hef verið hófdrykkjumanneskja í mörg ár hvort sem það er vegna aldurs eða óþols veit ég ekki, en líkar það barasta ágætlega og ég hlakka til að koma og heimsækja ykkur á ykkar dans/íslenska heimili !!
Kveðja Díana
Það kom ekkert fyrir, Þóra segir að ég sé að þroskast, kannski kominn tími til, myndu einhverjir segja. Annar var ég bara að meina að bjór, vín og sígarettur eiga að vera krydd í tilveruna, en ekki sjálf tilveran. Hm, ekki?
Skrifa ummæli