Á morgun kemur fyrsta fylking fjölskylduinnrásarinnar, Amma Vala og Hulda í fylkingarbroddi og Jóhanna og Lotta þar á eftir með þeirra liðsmönnum. Á föstudag kemur Ingvi Afi, og loks bakvarðasveitin, Bjössi og Addy og Helga. Hápunktur helgarinnar er manndómsvígsla Ingva yngri, hann verður fermdur á sunnudaginn. Annars erum við fjölskyldan hér á Kastrupvej guðs lifandi fegin að fá einhverja nýja einstaklinga til að spjalla við, höfum verið einum of mikið með okkur sjálfum þennan veturinn!
Það rifjast upp gamlar mai minningar hjá mér þessa dagana, er að böglast við verkefnaskil í skólanum og á hangandi yfir mér tvær ritgerðir sem ég á að skila í lok mánaðarins! Sólin hefur nefnilega verið að steikja okkur síðustu daga og vikur og ætlar ekkert að hætta því næstu daga, frekar að skrúfa upp hitann.
Hlakka mikið til að fá alla gestina, helst að slaka á útí garði eða niðrá strönd en ætli verði ekki farið á þessa klassísku staði, Tívolí og dýragarðinn og allt það.
ps. ef þið smellið á myndina þá takið þið eflaust eftir að Þóra er að fela sígarettuna en hún sést í glugganum, TEKIN!
3 ummæli:
Ég hlakka ekkert smá til að koma til ykkar, ég er núna í London, flýg heim á eftir, lendi kl. 16 og ætla þá að bruna til mömmu til að hjálpa henni að pakka. Svo næ ég í hana kl. 10 í fyrramálið, við þurfum að koma við hjá sýslumanninum í Njarðvík til að ná í passann hennar, svo er það bara fríhöfnin og bjór, hehe!
Sjáumst annað kvöld!!!
Takk innilega fyrir yndislega samveru og góðar móttökur!
knús frá okkur hér í Kleifarásnum.
(Jóga og Tryggvar)
Takk fyrir okkur þetta var æði, ótrúlega yndislegt.....sól úti sól inni ....hehe
Skrifa ummæli