3. febrúar 2008

Labbitúrinn


Við Ingvi fórum í labbitúr í dyrhavsparken í sem er garðurinn sem Bakken er í. Við tókum lestina í Klampenborg sem er rétt hjá við byrjuðum á því að labba í gegnum Bakken sem var spenandi því að það er lokað og eins og að labba í draugabæ fyrir utan hina sem voru í labbitúr og mennina sem voru að vinna í tækunum, en við sáum í hvaða tæki við ætlum að fara í þegar það opnar en það opnar 13 Mars, eins og allir eiga vita er það dagurinn efrir afmælisdag Ingva og er hugmyndin að halda upp á afmælið hann með ferð í Bakken. Svo fórum við í Skóginn að leita að Bamba einnig rákumst við á eldgamalt tré sem var orðið holt að innan og við klifruðum upp í það og Ingva tókst að festa sig en á meðan við sátum í trénu og veltum því fyrir okkur hvernig við ætum að komst niður sáum við heila hjörð af bömbum hlaupa framhjá og þegar við komumst báðir niður fórum við að elta hjörðina og fundum hana og í henni var 1 albínói og við kölluðum hann Nóa. Eftir smá eltingarleik að reyna að ná myndum af þeim var ferðinni heitir heim á leið.
Myndir
Á föstudaginn fóum við pabbi að versla nýja tölvu ég keypti mér nýja mac book pro 15" fartölfu til að vinna myndirnar mínar í þetta er svaka græja með 2.2 GHz og 2 Gb í innraminni

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Kári,
til hamingju með nýju tölvuna, mig langar ekkert smá í Makka fartölvu!
Ég skil vel spenninginn hjá ykkur að fara á Bakkann, mér fannst alltaf rosalega gaman þar, sérstaklega í rússíbananum sem mér fannst mjög glannalegur ...... ykkur finnst hann kannski bara pís of keik??!!
Knús,
Hulda Kristín