14. desember 2007
Piparkökur
Fórum til vinkonu vinkonu minnar í gær, hennar Mörtu vinkonu hennar Mæju. Hún býr uppi Herlev, um það bil klukkutíma héðan. Fórum í Metró, vorum með hjólin en það var akkúrat að koma tími þar sem bannað er að vera með hjól í Metró. Spurði starfsmann hvort það væri í lagi og leyfði hann okkur að fara um borð með hjólin þar sem við hefðum mætt fyrir banntímann. Þegar við vorum komin næstum því alla leið kemur inn annar stm í lestina og segir "Út!" Við vorum ekki til í að samþykja það sona einn tveir og þrír og fauk því í manninn. Ég var frekar pirraður á þessum æsingi en sem betur fer náðu nærvera fjölskyldunnar að róa mig niður. Náðum á leiðarenda heil á höldnu. Fengum Búrrrrrítoooos hjá Mörtu. Bökuðum síðan piparkökur fyrir hundrað milljón manns, Bakarameistarinn hefði verið hreykinn af okkur. Virkilega góð jólastemning, íslensk jólalög og allt, krakkarnir impróviseruðu undir lokin og voru kökurnar virkilega flottar. Tókum lestina heim vandræðalaust, létum Metróinn eiga sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mikið er gaman að lesa hvað þið eruð í miklu jólastuði, ég er að reyna að koma mér í gírinn! Ætla í Kringluna núna á eftir með Söru að finna á hana jólakjól. Og kaupa allar jólagjafirnar fyrir ömmu Völu, vonandi komast þær til ykkar fyrir jól???!!!
Knús og krams,
Hulda Kristín
Skrifa ummæli