24. apríl 2010

Vorið

Mikið svakalega hef ég verið að bíða eftir vorinu. Enda hefur veturinn verið ótrúlega kaldur og erfiður, jafnvel fyrir þaulvanan Íslendinginn. Það sem var óvenjulegt við þennan vetur að það var snjór og frost samfleitt í fleiri mánuði. Það er spáð 15-17 gráðu hita um helgina og í næstu viku, þannig að vorið er endanlega komið, stakk nefinu inn um gættina um daginn en lét sig hverfa jafnskjótt. Við stefnum á Femören með einnota grill og pulsur.

Ég er að reyna að koma mér í próflestrargírinn. Fer í 2 próf í vor, í Etik og religionsfilosofi og Latínu. Það verður spennandi að taka munnlegt próf í latínu!

Kári er að fara í æfingabúðir í Þýskalandi í maí og svo er keppnin í Póllandi í júni, þar sem hann keppir í 4 daga í röð með 9000 metra hækkun!

Við erum ekki búin að kaupa flugmiða heim, þorum því ekki eftir uppörvandi ræðu forsetans! En við komum heim, það er öruggt. Okkur hefur reyndar komið til hugar að sigla, en ætli við fljúgum ekki. Spurning hvort flugfélögin verði ekki farin á hausinn í sumar.

Hafið þið verið að lesa rannsóknarskýrsluna? Mig langar að lesa siðferðishlutann. Lagði til við sóknarnefnd að skýrslan yrði keypt og lögð fram í Jónshúsi. Held að mórallinn sé einfaldur, við þúrfum að venja okkur á það að fara eftir þeim reglum og lögum sem eru ríkjandi í landinu. Ef allir ætla sér að fara að lögum og reglum, verða á endanum sett hér góð lög. Málið er því miður þannig háttað að menn ætluðu sér aldrei að fara að lögum, og það er sama hvar maður ber niður. Hef haft af því spurnir að útgerðarmenn sæki þann fisk sem þá langi til, algjörlega á skjön við allar kvótareglur. fólkið í þorpinu veit nákvæmlega hvenær eftirlitsaðilinn er í bænum, og ætli eftirlitsaðilinn viti líka ekki af lögbrotinu.

Íslendingar hafa aldrei kunnað að setja sér lög og hvað þá að fylgja þeim.

Vilhjálmur og konan hans, hún Anna, voru strandaglópar hér í Kastrup. Hringdu í okkur og spurðu um gistingu. Við höfðum samband við öðlingana á Volosvej og fengum gistingu fyrir þau þar. Þau kíktu reyndar hér við í rauðvínsglas áður en þau fóru í háttinn, þreytt eftir langan og ruglinslegan dag.

Hermann og kærastan hans, Salóme, eru hætt við Ítalíuferðina. Þau höfðu bókað sig í kaffi hér dag. Flugfélagarugl og veikindi í fjölskyldu Salóme ollu því að þau hættu við. Vonandi koma þau seinna.

Þóra segir að það komi engum við að hún hafi verið kvefuð, það sé það eina sem hefur verið á seiði hjá henni upp á síðkastið. Ég dreg hana með mér útí garð og læt sólina reka allar pestir úrenni.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Góður pistill hjá þér, þakka pent.
Kveðja til Þóru, segðu henni frá mér að líklegast sé hún með ofnæmi fyrir sígarettum! .. þess vegna er hún kvefuð.

Elska ykkur, Jóga

Nafnlaus sagði...

Gaman að þú sért farinn að blogga aftur Binni minn, skemmtilegur lestur ;o)
Knús á ykkur öll;
Hulda systir

Unknown sagði...

Knús á ykkur, væri svo til í smá Köben núna !