
17. febrúar 2008
Amalienborg

Í gær fórm við í Amalienborg en þar á drottingin heima og þar voru verðir með bjarnarfeldshatta, byssur og alles og við horfðum á þá marsera um torgið eins og þeir gera þegar vaktaskifti eru. Svo fórum við á safn um konungsfjölskyldu Dana, það sem þar bar fyrir augum þar var meðal annars pípusafn konungsins og gamla kjóla drottnngar. Svo fórum við að skoða kirkjuna sem ber nafnið Frederikskirken eða Marmorkirken og er mjög falleg og stór kirkja og með allsvakalegu hvolfi sem við fórum svo uppá. Á leiðinni gengum við á svölum inni í kirkjunni sem voru um hálfur metri á breidd og 40 metrar niður svo var hring stigi sem var ótrúlega þröngur með 70 tröppum og við löbbuðum örugglega í 10 hringi en það var vel þess virði því það var geðveikt útsýni og maður greip andann á lofti þegar maður kom út. Svo var ferðinni haldið heim en við stoppuðum á kaffihúsi í Nýhöfn og fengum okkur smörebrauð.
8. febrúar 2008
Á miklum snúning

Ég hef verið slæmur í hægra hné síðustu mánuði, versnaði rétt áður en við fluttum út. Snéri mig á vinstri ökkla og var að hoppa um á hægri fæti þegar eitthvað gaf sig í hnénu. Klaufalegt?
Fékk loks tilvísun til sérfræðings hér, hann var ekki lengi að finna hvað væri að;
BÍÓHNÉ
Og ekki er meðferðin síðri, hjóla á háum snúning (cadence) í hálf tíma á hverjum degi! Þá verð ég að drífa mig út að æfa, ætla að taka Dragör hring á hverjum degi, líklega 1 tími en örugglega ekki verra að bæta aðeins við. Það getur tekið 3 mánuði eða 3 ár að losna við eymslin í hnénu, vona að með góðum æfingum taki þetta ekki langan tíma.
3. febrúar 2008
Labbitúrinn

Við Ingvi fórum í labbitúr í dyrhavsparken í sem er garðurinn sem Bakken er í. Við tókum lestina í Klampenborg sem er rétt hjá við byrjuðum á því að labba í gegnum Bakken sem var spenandi því að það er lokað og eins og að labba í draugabæ fyrir utan hina sem voru í labbitúr og mennina sem voru að vinna í tækunum, en við sáum í hvaða tæki við ætlum að fara í þegar það opnar en það opnar 13 Mars, eins og allir eiga vita er það dagurinn efrir afmælisdag Ingva og er hugmyndin að halda upp á afmælið hann með ferð í Bakken. Svo fórum við í Skóginn að leita að Bamba einnig rákumst við á eldgamalt tré sem var orðið holt að innan og við klifruðum upp í það og Ingva tókst að festa sig en á meðan við sátum í trénu og veltum því fyrir okkur hvernig við ætum að komst niður sáum við heila hjörð af bömbum hlaupa framhjá og þegar við komumst báðir niður fórum við að elta hjörðina og fundum hana og í henni var 1 albínói og við kölluðum hann Nóa. Eftir smá eltingarleik að reyna að ná myndum af þeim var ferðinni heitir heim á leið.
Myndir
Á föstudaginn fóum við pabbi að versla nýja tölvu ég keypti mér nýja mac book pro 15" fartölfu til að vinna myndirnar mínar í þetta er svaka græja með 2.2 GHz og 2 Gb í innraminni
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)