Dagurinn byrjaði ekki snemma en pabbi byrjaði að elda um hádegi og var að því til um sex en það sem var á matseðlinum voru nokkrir flamberaðir humrar og hörpudiskar í forét sem voru soðnir í hvítlaukssmjöri í aðalrétt var svo eitt stikki önd með kínverskum stíl og borinn fram í pönnuköku með plómusósu og í eftirrétt voru nýbakaðar bránís með ís.
Þegar maturinn var búinn hlustuðum við á tónlist og biðum eftir skaupinu sem við horfðum á á netinu og fannst það bara fínt og í fyndnara lagi.
Eftir skaupið fórum við eins og allir að sprengja og ef þið haldið að Danir sprengi ekki þá hafið þið rangt fyrir ykkur, það var allt brjálað og ekki minna en heima. Svo enduðum við nóttina á því að horfa á Pulp Fiction.
Svo vöknðum við Ingvi um fjögurleitið á Nýársdag það var lítið gert þann dag enda í styttra lagi.
1 ummæli:
namm hljómar ekkert smá girnilega...
knús og krams, Lotta.
Skrifa ummæli