Fórum í Tívolí í gærkvöldi, hittum Mörtu og Helga og Birnu og strákana þeirra, Helga og Búa. Það var allveg pakkað í Tívolíinu en það var bara gaman, góð jólastemning. Við fullorðna fólkið létum okkur nægja að gæða okkur á kaffi, jólaglögg og skoða skrautið en strákarnir fóru í tækin. Það var frekar kallt en stillt, eins og hefur verið síðustu daga og er spáð áfram. Við Marta fórum á eftir á virkilega fínan ítalskan veitingastað, Peccato minnir mig að hann hafi heitið. Mjög góður staður.
Kári keppti um morguninn í fjallahjólreiðum, í Hareskov. Það voru tæplega 400 keppendur og hann varð númer 98. Var ekki sáttur við árangurinn, er búinn að vera með hálfgerða kvefpest og náði sér ekki á strik, ætlaði að hætta en harkaði af sér. Við fórum öll með honum upp í skóg, það var kuldamistur yfir öllu, frekar napurt. Það er örlítill munur á keppnunum hér og heima!
2 ummæli:
óAlltaf gaman í Tívolí, tívolí, tívolííhíhí...
Það er nú ekki slæmt að vera nr. 98af 400 !.. er það ?
Voðalega er alltaf gaman hjá ykkur ekki laust við smá öfund, hehe! Hér á bæ er reynt að vera í smá jólaundirbúning, við systurnar erum að pæla í að fara til mömmu á laugardaginn og "gera jólin" hjá þeirri gömlu!
Knús og krams,
Hulda Kristín
Skrifa ummæli