27. nóvember 2007

Um daginn og veginn

Það er kallt úti, fór niðrí bæ í morgun og var mér kallt á leiðinni þó að ég væri vel klæddur á hjólinu. Fór í háskólann að spyrjast fyrir um nemendaskírteini. Skrifstofan var í eldgömlu húsi inní porti. Hafði áður farið á aðalbrautarstöðina og tekið passamyndir í átómati, gekk frekar illa! Kann ekki á svona græjur! Er kominn með hálsbólgu á því að hjóla alla daga, þarf að gæta þess að klæða mig vel í næðingnum. Það er ekki snjór og hitinn er enn yfir frostmark en ekki mikið. Það var föl einn morgun fyrir nokkrum dögum síðan og slydda yfir daginn. Ingvi er búinn að fá sjúkratryggingarkortið sitt þannig að hann hlýtur að fara að fá meldingu um skólavist, verðum að fara að tékka á þessu! Hann hangir allan daginn og pirrar foreldra sína! Hann er búinn að fá bæjarhjól þannig að hann þarf ekki að fara á fínu hjóli í bæinn, hann fær líka nýtt bmx hjól í staðinn fyrir það sem var stolið. Það kemur seinna í vikunni. Kári er búinn að kaupa sér vetrargötuhjól, með brettum! Hér er skylda að vera með bretti á veturna á götuhjólaæfingum. Það er æft allan ársins hring á götuhjólum. Það var loksins gert við útidyrnar, höfum ekki getað læst útidyrunum nema með átökum og látum, gátum reyndar fúskað það en nú er það komið í lag. Erum ekki enn komin með sjónvarp, fáum það líklega á laugardaginn. Horðum á HEIMA með SigurRós í gær, maður fékk bara heimþrá þrátt fyrir að hafa einungis verið hér úti í þrjár vikur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Binni minn, splæstu nú í trefill handa þér elsku bró!
Hulda Kristín stóra systir