10. október 2011
24. apríl 2010
Vorið
Mikið svakalega hef ég verið að bíða eftir vorinu. Enda hefur veturinn verið ótrúlega kaldur og erfiður, jafnvel fyrir þaulvanan Íslendinginn. Það sem var óvenjulegt við þennan vetur að það var snjór og frost samfleitt í fleiri mánuði. Það er spáð 15-17 gráðu hita um helgina og í næstu viku, þannig að vorið er endanlega komið, stakk nefinu inn um gættina um daginn en lét sig hverfa jafnskjótt. Við stefnum á Femören með einnota grill og pulsur.
Ég er að reyna að koma mér í próflestrargírinn. Fer í 2 próf í vor, í Etik og religionsfilosofi og Latínu. Það verður spennandi að taka munnlegt próf í latínu!
Kári er að fara í æfingabúðir í Þýskalandi í maí og svo er keppnin í Póllandi í júni, þar sem hann keppir í 4 daga í röð með 9000 metra hækkun!
Við erum ekki búin að kaupa flugmiða heim, þorum því ekki eftir uppörvandi ræðu forsetans! En við komum heim, það er öruggt. Okkur hefur reyndar komið til hugar að sigla, en ætli við fljúgum ekki. Spurning hvort flugfélögin verði ekki farin á hausinn í sumar.
Hafið þið verið að lesa rannsóknarskýrsluna? Mig langar að lesa siðferðishlutann. Lagði til við sóknarnefnd að skýrslan yrði keypt og lögð fram í Jónshúsi. Held að mórallinn sé einfaldur, við þúrfum að venja okkur á það að fara eftir þeim reglum og lögum sem eru ríkjandi í landinu. Ef allir ætla sér að fara að lögum og reglum, verða á endanum sett hér góð lög. Málið er því miður þannig háttað að menn ætluðu sér aldrei að fara að lögum, og það er sama hvar maður ber niður. Hef haft af því spurnir að útgerðarmenn sæki þann fisk sem þá langi til, algjörlega á skjön við allar kvótareglur. fólkið í þorpinu veit nákvæmlega hvenær eftirlitsaðilinn er í bænum, og ætli eftirlitsaðilinn viti líka ekki af lögbrotinu.
Íslendingar hafa aldrei kunnað að setja sér lög og hvað þá að fylgja þeim.
Vilhjálmur og konan hans, hún Anna, voru strandaglópar hér í Kastrup. Hringdu í okkur og spurðu um gistingu. Við höfðum samband við öðlingana á Volosvej og fengum gistingu fyrir þau þar. Þau kíktu reyndar hér við í rauðvínsglas áður en þau fóru í háttinn, þreytt eftir langan og ruglinslegan dag.
Hermann og kærastan hans, Salóme, eru hætt við Ítalíuferðina. Þau höfðu bókað sig í kaffi hér dag. Flugfélagarugl og veikindi í fjölskyldu Salóme ollu því að þau hættu við. Vonandi koma þau seinna.
Þóra segir að það komi engum við að hún hafi verið kvefuð, það sé það eina sem hefur verið á seiði hjá henni upp á síðkastið. Ég dreg hana með mér útí garð og læt sólina reka allar pestir úrenni.
Ég er að reyna að koma mér í próflestrargírinn. Fer í 2 próf í vor, í Etik og religionsfilosofi og Latínu. Það verður spennandi að taka munnlegt próf í latínu!
Kári er að fara í æfingabúðir í Þýskalandi í maí og svo er keppnin í Póllandi í júni, þar sem hann keppir í 4 daga í röð með 9000 metra hækkun!
Við erum ekki búin að kaupa flugmiða heim, þorum því ekki eftir uppörvandi ræðu forsetans! En við komum heim, það er öruggt. Okkur hefur reyndar komið til hugar að sigla, en ætli við fljúgum ekki. Spurning hvort flugfélögin verði ekki farin á hausinn í sumar.
Hafið þið verið að lesa rannsóknarskýrsluna? Mig langar að lesa siðferðishlutann. Lagði til við sóknarnefnd að skýrslan yrði keypt og lögð fram í Jónshúsi. Held að mórallinn sé einfaldur, við þúrfum að venja okkur á það að fara eftir þeim reglum og lögum sem eru ríkjandi í landinu. Ef allir ætla sér að fara að lögum og reglum, verða á endanum sett hér góð lög. Málið er því miður þannig háttað að menn ætluðu sér aldrei að fara að lögum, og það er sama hvar maður ber niður. Hef haft af því spurnir að útgerðarmenn sæki þann fisk sem þá langi til, algjörlega á skjön við allar kvótareglur. fólkið í þorpinu veit nákvæmlega hvenær eftirlitsaðilinn er í bænum, og ætli eftirlitsaðilinn viti líka ekki af lögbrotinu.
Íslendingar hafa aldrei kunnað að setja sér lög og hvað þá að fylgja þeim.
Vilhjálmur og konan hans, hún Anna, voru strandaglópar hér í Kastrup. Hringdu í okkur og spurðu um gistingu. Við höfðum samband við öðlingana á Volosvej og fengum gistingu fyrir þau þar. Þau kíktu reyndar hér við í rauðvínsglas áður en þau fóru í háttinn, þreytt eftir langan og ruglinslegan dag.
Hermann og kærastan hans, Salóme, eru hætt við Ítalíuferðina. Þau höfðu bókað sig í kaffi hér dag. Flugfélagarugl og veikindi í fjölskyldu Salóme ollu því að þau hættu við. Vonandi koma þau seinna.
Þóra segir að það komi engum við að hún hafi verið kvefuð, það sé það eina sem hefur verið á seiði hjá henni upp á síðkastið. Ég dreg hana með mér útí garð og læt sólina reka allar pestir úrenni.
16. apríl 2010
Hvað er ég að gera hér?
Ég hef frétt af því að fólk sé að spyrja sig hvað ég sé að gera hér í Kaupmannahöfn. Það er kannski ekki skrítið þar sem ég hef ekki verið allveg klár á því sjálfur. Vissulega kom ég hér út í framhaldsnám í guðfræði, mastersnám, tók tilskylda kúrsa og var kominn það langt í því námi að ekkert annað lá fyrir en að skrifa ritgerðina.
En það var einhver óánægja enn kraumandi undir, sama ónotatilfinning og keyrði mig hingað út í námið. Ég var búinn að liggja yfir verkum Kierkegaards í 3 misseri, tók reyndar eitt misseri í Veru og Tíma eftir Heidegger, og hafði sá lestur mikil áhrif á mig persónulega, sérstaklega Hugtakið Angist. Það má segja að nýtt tímabil hafi hafist í mínu lífi eftir lestur þeirrar bókar. En hversvegna settist ég þá ekki bara niður og skrifaði blessaða MA ritgerðina? Það var eitthvað sem hindraði, ég hef alltaf talið, og tel enn að Kierkegaard hafi verið að verja kristna trú, og að hann sé einn fremsti guðfræðingur nokkru sinni. Kann að hljóma undarlega þar sem hann skrifaði grein sem bar titilinn Ég er ekki kristinnar trúar! og hann lauk jú ævistarfinu með því að ráðast á dönsku þjóðkirkjuna. Svarið liggur í því hvernig hann ver trúna, með því að leggja hana fram með hennar eigin hugtökum og aðferðum en ekki aðferðum annara fræðigreina, svo sem heimspeki og sálfræði. Það gerir hann í uppbyggilegu ritum sínum.
Þess vegna flutti ég námið mitt hingað út til Kaupmannahafnarháskóla, og legg stund á nám í guðfræði hér. Ég mun á næstu árum leggja megináherslu á tungumálin, er á fullu í latínunni, næsta ár fer í hebresku og grísku, auk þess sem ég les hefðbundna grunnkúrsa, ss. kirkjusögu, trúarheimspeki og siðfræði. Vissulega fékk ég metið námið að heiman, en þeir hafa þann háttinn á að maður fær minnkaðan þann stafla af bókum sem maður þarf að lesa til prófs, en mæta skaltu í prófið. Þetta þýðir að ég þarf að taka sama tíma í námið eins og krakkarnir sem eru nýútskrifaðir úr framhaldsskóla, svona nokkurn veginn. En þetta kemur allt saman, Þóra er mjög þolinmóð og ég rosalega spenntur yfir náminu, Kaupmannahafnarháskóli er meðal fremstu háskóla í guðfræðinni í evrópu.
Ég vona að þið séuð einhverju nær um stöðu mína í náminu! Í lífinu líður mér bara svakalega vel þó svo að hamfarirnar heima hristi mann og skeki.
Ég hef sett mér markmið að skrifa hér vikulega, á þvottadeginum, föstudegi. Er orðinn svo danskur að ég er búinn taka föstudaginn frá fram á sumar fyrir þvottinn.
Bið að heilsa í bili
En það var einhver óánægja enn kraumandi undir, sama ónotatilfinning og keyrði mig hingað út í námið. Ég var búinn að liggja yfir verkum Kierkegaards í 3 misseri, tók reyndar eitt misseri í Veru og Tíma eftir Heidegger, og hafði sá lestur mikil áhrif á mig persónulega, sérstaklega Hugtakið Angist. Það má segja að nýtt tímabil hafi hafist í mínu lífi eftir lestur þeirrar bókar. En hversvegna settist ég þá ekki bara niður og skrifaði blessaða MA ritgerðina? Það var eitthvað sem hindraði, ég hef alltaf talið, og tel enn að Kierkegaard hafi verið að verja kristna trú, og að hann sé einn fremsti guðfræðingur nokkru sinni. Kann að hljóma undarlega þar sem hann skrifaði grein sem bar titilinn Ég er ekki kristinnar trúar! og hann lauk jú ævistarfinu með því að ráðast á dönsku þjóðkirkjuna. Svarið liggur í því hvernig hann ver trúna, með því að leggja hana fram með hennar eigin hugtökum og aðferðum en ekki aðferðum annara fræðigreina, svo sem heimspeki og sálfræði. Það gerir hann í uppbyggilegu ritum sínum.
Þess vegna flutti ég námið mitt hingað út til Kaupmannahafnarháskóla, og legg stund á nám í guðfræði hér. Ég mun á næstu árum leggja megináherslu á tungumálin, er á fullu í latínunni, næsta ár fer í hebresku og grísku, auk þess sem ég les hefðbundna grunnkúrsa, ss. kirkjusögu, trúarheimspeki og siðfræði. Vissulega fékk ég metið námið að heiman, en þeir hafa þann háttinn á að maður fær minnkaðan þann stafla af bókum sem maður þarf að lesa til prófs, en mæta skaltu í prófið. Þetta þýðir að ég þarf að taka sama tíma í námið eins og krakkarnir sem eru nýútskrifaðir úr framhaldsskóla, svona nokkurn veginn. En þetta kemur allt saman, Þóra er mjög þolinmóð og ég rosalega spenntur yfir náminu, Kaupmannahafnarháskóli er meðal fremstu háskóla í guðfræðinni í evrópu.
Ég vona að þið séuð einhverju nær um stöðu mína í náminu! Í lífinu líður mér bara svakalega vel þó svo að hamfarirnar heima hristi mann og skeki.
Ég hef sett mér markmið að skrifa hér vikulega, á þvottadeginum, föstudegi. Er orðinn svo danskur að ég er búinn taka föstudaginn frá fram á sumar fyrir þvottinn.
Bið að heilsa í bili
20. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)