28. apríl 2008

Það er komið sumar!



Jæja, þá getur maður hætt öllum bölmóði um kalt vor, hætt að bíða eftir sumrinu, það er mætt á svæðið. Við fögnuðum sumarkomunni með grillveislu hjá Helga og Birnu. Ég keypti kalkúnabringur, skar niður í gúllas og lagði í kryddlög. Var frekar skeptískur á kalkúninn en hann olli okkur ekki vonbrigðum, bragðgóður og meir. Ég fer líka ekki ofan af því að það sé betra að grilla á kolagrilli! Við sátum útí í porti hjá Helga, Marta kom líka þannig að þetta var ágætis hópur sem sat og sötraði rauðvín og bjór og bragðaði á grillmat. Verð að viðurkenna það að ég fór yfir strikið í drykkjunni, en er búinn að setja mér ansi stranga drykkjusiði þannig að ekki var um neina skandala að ræða. Var frekar latur í gær.

Fengum fyrstu heimsókn sumarsins í gær, Ingi og Vilma komu í hádegis nasl, gengum síðan niðrá strönd, það var 18 gráðu hiti, mistur yfir, sólin remdist við að skýna í gegn og þegar henni heppnaðist það hitnaði strax verulega. Sátum á svölunum seinnipartinn, þar mældist 28 gráðu hiti á kjöthitamælinum, og í litlum skugga! Spáin út vikuna hljóðar upp á 17-18 gráður og sól, en það á reyndar að draga fyrir og rigna einhverja daga eða hluta úr degi.

Hlakka ofboðslega mikið að fá fjölskylduna í heimsókn í ferminguna hans Ingva, vonandi getum við staðið við áætlunina um að grilla út í garði í rólegheitum og njóta góða veðursins.

11. apríl 2008

Tívólíið opnar 17 apríl


Halló, langt síðan síðast og mikið vatn runnið til sjávar.
Já ég, pabbi og Ingvi fórum á Queens Of The Stone Age í KB Hallen sem voru hreint og beint magnaðir tónleikar sem rokkuðu feitan, svaka steming allt pakkað enda uppselt. Upphitunar bandið var mjög flott, söngvarinn með sítt hár, ber að ofan og í þreyngstu gallabuxum sem ég hef séð verður ekki meira rokk en það. Á ennþá eftir að komast að því hvað hljómsveitin heitir !!

Tune sveifa settið mitt er loksins komið í hús og ég er búinn að panta mér nýtt stell GT Zaskar og nokkra aukahluti og bíð spenntur enda að trekkin min orðin gamall og lúinn það á að fara að vera komið og þetta verður flottasta GT fjallahjól í HEIMI !! og þá hlýt ég að vinna.

Ég er byrjaður að vinna á nýjum stað hjá Jupiter í Nørreby Center sem er lítið moll við Nørrebogade og tekur sirka 30 min að hjóla þangað. Þessi búð er mikið stærri en hin og það eru öruglega trilljón hjól þarna og á hverjum morgni stillum við upp hjólum fyrir utan og svo aftur inn á kvöldin það eru líka öll hjólinn sem eru í viðgerð geymt úti á daginn, svo opnar ekki fyrr en 10:00 en það er opið til 18:00 og 19:00 á föstudögum, fyrir utan það er þetta bara fínasti staður með skemmtilegu fólki.

Í gær var ég að laga hjól í vinnunni og var að setja á reellight sem er ljós sem virkar þannið að það er við görðina og seglar í teinunum og býr til rafmagn þannig. Ég vað er stilla ljósið og tókst að setja hendina inn í görðina á fullum hraða !!! ég var sendur á Skadestuen eða Slysó en sem betur fer braut ég ekki neitt, bara soldið vel bólgin á baugfingri og með nokkur sár puttunum, þetta var vinstri svo eg ger notað hægri sem er gott.

Mamma er byrjuð í nýrri vinnu og líkar vel. Hún er að vinna á leikskóla sem er i 3 min göngufæri. Leikskólinn er opinn frá 6 til 6 en mamma er ekki að vinna þannig. Hún fer eitthvað út í sveit í annari hveri viku þar sem leiksskólinn er með annað hús.

Við ingvi vorum að koma úr bænum ég ver að versla mér UV filter til að vernda linsuna og við fengum okkur ParadÍS ummm og þá er bara eitt að gera, bíða Tívólíið opnar 17 apríl